Lokahátíð Barnabæjar fór fram í dag í barnaskólanum á Stokkseyri.
Þar voru sýndar og seldar afurðir Barnabæjardaga, en nemendur unnu hörðum höndum dagana fyrir hátíðina að útbúa alls konar varning. Má þar nefna skrautsteina, armbönd, sælgæti, bíómynd og bakkelsi. Það var svo í þeirra höndum að selja gestum vörurnar. Hægt var að kaupa svokallaða Besóa sem var gjaldmiðill hátíðarinnar. Mæting var mjög góð og var röð út úr dyrum þegar blaðamann bar að garði.
Barnabær var stofnaður árið 2011 og er samvinnuverkefni skólans, heimilanna og nærsamfélagsins. Upphaflega hugmyndin kemur frá Danmörku og var það foreldri sem kom með hana til skólans. Þannig varð Barnabær að veruleika. BES hlaut hvatningarverðlaun heimilis og skóla fyrir verkefnið árið 2013.
Nemendur gáfu út sitt eigið fréttablað. Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.
Gestir gátu gætt sér á gómsætum veitingum. Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.
Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.
Samvinna nemenda og kennara er mjög góð. Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.
Hægt var að kaupa steina í öllum regnbogans litum. Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.
Sælgætisbásinn var mjög vinsæll. Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.
Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.
Mikill metnaður var lagður í vörurnar. Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.
Nemendur voru á fullu að útbúa vörur eftir pöntunum. Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.
Hægt var að kaupa aðgang að bíómynd sem nemendur höfðu búið til. Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.
Glæsilegar styttur úr pappamassa ruku út. Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.
Það vantaði ekki ímyndunarafl í vöruúrvali. Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.
Nemendur tóku vel á móti öllum gestum. Ljósmynd: Dfs.is/EHJ.