11.7 C
Selfoss

Kósýkvöld í miðbæ Selfoss í dag

Vinsælast

Það verður sannkölluð sumarstemning í miðbæ Selfoss í dag þegar Kósýkvöldið fer fram með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Verslanir og veitingastaðir bjóða upp á veglega afslætti, og á svæðinu verða fjölbreyttir viðburðir og skemmtanir fyrir gesti á öllum aldri. Hvort sem þú ert að leita að ljúfri tónlist, góðum mat, adrenalíni eða afslöppun – þá er eitthvað fyrir þig!
Frítt verður yfir allan daginn að leggja í bílastæði miðbæjarins.

Á torginu verður hægt að smakka fiskisúpu frá MAR Seafood og Fröken Selfoss býður upp á grillsmakk. Desertvagninn frá Groovís verður á svæðinu og Konungskaffi mætir með útibarinn. Fanta með glænýja Tutti Frutti- bragðinu fyrir krakkana til að smakka. Red Bull mætir með DJ-jeppann sem þeytir skífum frá 16:00 til 18:00.

Torfærubílarnir Green Thunder og Kúrekinn verða til sýnis og Bílaklúbbur Suðurlands mætir með glæsilega fornbíla sem sólin mun án efa láta skína enn meira.

Á sviðinu á torginu stíga tónlistarfólkið Fríða Hansen og Alexander Olgeirs á stokk milli kl. 18:00 og 20:00 með ljúfa tóna. Strax á eftir verður plötusnúður á vínbarnum Risinu, Miðbar býður upp á Karaoke, nudd og tarot-spá, og Motivo verður með Bigga trúbador frá 20:00.

Fyrir þá sem vilja leika sér verður hægt að spreyta sig í Spike Ball, Risa Jenga, Cornhole og jafnvel axarkasti á torginu frá kl. 15:00.

Það er tilvalið að leggja leið sína í miðbæ Selfoss á fimmtudaginn, njóta kvöldsins, versla með afslætti, borða góðan mat og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Kósýkvöldið er frábært tækifæri til að hittast, hlæja og skapa nýjar minningar. 

Nýjar fréttir