11.7 C
Selfoss

Kjúklingalasagna

Vinsælast

Ari Már Gunnarsson er matgæðingur vikunnar.

Ég vil byrja á að þakka vini mínum Steinari fyrir áskorunina og traustið. Challenge accepted!

Þess má geta að þegar ég át allar þessar pylsur hér í forðum daga var þetta í afmælisveislu hjá mér. Ef ég man rétt voru þetta 13-14 stk. í brauði.

Allt þetta át varð til þess að pabbi minn þurfti að skjótast út í búð og kaupa fleiri pylsur fyrir mig. Á meðan biðu afmælisgestir eftir mér inni í stofu, spenntir að horfa á bíómynd.

En hins vegar er réttur sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og það er kjúklingalasagna, hann toppar klárlega Steinars Hot dog special.

Kjúklingalasagna fyrir ca. 4-6 manns

3-4 kjúklingabringur

1 rauðlaukur

1 paprika

2 hvítlauksrif

2 krukkur salsa sósa

1/2 krukka af ostasósu

Ca 150 gr rjómaostur

Mexíkönsk kryddblanda eða taco krydd

Tortilla-kökur

Rifinn ostur

Aðferð

Bringurnar eru skornar í bita og steiktar á pönnu, kryddaðar og settar til hliðar.

Laukur og paprika eru steikt á pönnu og hvítlauknum svo bætt út á og steiktur með í 2 mín.

Stóri potturinn er tekinn fram og salsasósan og rjómaosturinn settur út í og hitað saman. Kklingnum og grænmetinu er svo blandað út í eftir það.

Þetta er svo sett saman með tortillakökum og ostasósu til skiptis í eldfastmót og slatta af rifnum osti yfir í lokin og hent inn í ofn í ca 10 mín.

Ísköld Pepsi Max og svart dorittos er killer með þessu.

Getur ekki klikkað!

Ég ætla ég að skora á vin minn hann Alexander Þórsson að vera matgæðing næstu viku. Ég held að hann komi ansi á óvart þegar kemur að matreiðslu.

Nýjar fréttir