11.7 C
Selfoss

Kristín Ósk ráðin leikskólastjóri Leikskólans á Laugalandi

Vinsælast

Kristín Ósk Ómarsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Leikskólans á Laugalandi. Starfið var auglýst fyrr í vor í kjölfar þess að Sigrún Björk Benediktsdóttir sagði starfi sínu lausu eftir langan og farsælan feril, en hún lætur af störfum vegna aldurs.

Rangárþing ytra greinir frá þessu á heimasíðu sinni.

Kristín hefur starfað á leikskólanum með hléum frá árinu 2017 og starfar þar í dag sem deildarstjóri, staðgengill leikskólastjóra og staðgengill umsjónarmanns sérkennslu og þekkir því vel til. Hún mun taka við stöðu leikskólastjóra 5. ágúst næstkomandi.

Kristín hlaut B.A. gráðu í félagsráðgjöf árið 2005, M.A. gráðu í félagsráðgjöf árið 2016 og M.ed. gráðu í menntunarfræði leikskóla árið 2020. Auk þess hefur hún lokið bókhalds- og rekstrarnámi, lokið 30 ECTS í lýðheilsu- og kennslufræðum og viðbótardiplóma í farsæld barna.

Nýjar fréttir