11.7 C
Selfoss

Barnabær – fullur af ævintýrum

Vinsælast

Viltu fara á námskeið í jákvæðri hugsun, láta hrella þig, leysa þrautir eða bara slappa af, fá þér kaffi og kökur með vini og fara í innkaupaleiðangur í nýju umhverfi? Þá er Barnabær rétti staðurinn fyrir þig. Láttu koma þér á óvart því Barnabær býður alltaf upp á eitthvað nýtt. 

Þann 16. maí verður Barnabær opinn almenningi frá 09:30 – 11:00 í skólanum á Stokkseyri. Barnabær er eingöngu annað hvert ár og því má enginn missa af þessu einstaka tækifæri. 

Árið 2011 var Barnabær stofnaður og er samvinnuverkefni skólans, heimilanna og nærsamfélagsins. Barnabær vaknar vanalega til lífsins á vorin og er hans beðið með mikilli eftirvæntingu, bæði nemenda og starfsfólks. Upphaflega hugmyndin er sprottin frá Danmörku og var það þáverandi foreldri sem kom með hugmyndina til okkar og þannig varð Barnabær að veruleika. 

Árið 2013 hlaut BES Hvatningarverðlaun Heimilis og skóla fyrir verkefnið. 

Í Barnabæ er unnið með nemendum á markvissan og öflugan hátt með stór og flókin hugtök á borð við lýðræði, hagkerfi og samfélagsvitund. Síðustu fjóra skóladaga fyrir sumarfrí er skólanum breytt í fríríki – sjálfstætt þversnið af þjóðfélaginu sem við búum í, þar sem allir nemendur, kennarar, foreldrar og aðrir áhugasamir vinna saman að fjölbreyttum úrlausnarefnum samfélagsins. 

Nýjar fréttir