11.7 C
Selfoss

Yfir 500 félagar á Landsþingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar

Vinsælast

Um helgina var Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldið á Selfossi. Yfir 500 félagar sóttu þingið og viðburði tengda því á Selfossi og nágrenni.

Samhliða Landsþingi voru haldnir Björgunarleikar, þar sem lið frá fjölmörgum björgunarsveitum kepptu sín í milli við að leysa ýmis verkefni sem Björgunarfélag Árborgar hafði lagt fyrir þau.

Landsþing kaus félaginu nýja forystu og var Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir kjörin formaður til næstu tveggja ára. Þingið samþykkti jafnframt samhljóma tvær ályktanir þar sem skorað var á stjórnvöld að tryggja Slysavarnafélaginu Landsbjörg niðurfellingu á virðisaukaskatti vegna starfsemi sinnar ásamt því að skora á stjórnvöld að tryggja Samhæfingarstöð Almannavarna og tengdum viðbragðsaðilum sameiginlegt húsnæði við hæfi sem allra fyrst.

Nýjar fréttir