11.7 C
Selfoss

Vel heppnað vormót Umf. Heklu í frjálsíþróttum

Vinsælast

Vormót Umf. Heklu í frjálsíþróttum fór fram sl. laugardag.

Rúmlega 50 keppendur tóku þátt frá þrem félögum og var talsvert um persónulegar bætingar og góðan árangur.

Keppt var í langstökki án atrennu, hástökki og kúluvarpi í 6 aldursflokkum, 7-8 ára, 9-10 ára, 11 ára, 12 ára, 14 ára og karla og kvennaflokki.

Í karla- og kvennaflokki voru sigurvegarar eftirtaldir:

Langstökk án atrennu kvenna: Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, stökk 2,47 m. 

Langstökk án atrennu karla: Veigar Þór Víðisson, stökk 2,98 m.

Kúluvarp kvenna: Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, kastaði 9,57 m.

Kúluvarp karla: Veigar Þór Víðisson, kastaði 9,75 m.

Hástökk kvenna: Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, stökk 1,50 m.

Hástökk karla: Veigar Þór Víðisson, stökk 1,75.

Bæði Stephanie og Veigar áttu svo góðar tilraunir við næstu hæðir, 1,55 og 1,80. Þar vantaði herslumuninn en er bjartsýni á að það náist í sumar.

Í yngri flokkum var einnig mikið um góðan árangur og miklar bætingar og ber þar helst árangur Þorbjargar Helgu Björgvinsdóttur í hástökki stúlkna 11-12 ára, þar sem hún stökk 1,25m.

Ljósmynd: Umf. Hekla.
Ljósmynd: Umf. Hekla.
Ljósmynd: Umf. Hekla.

Nýjar fréttir