11.7 C
Selfoss

Arnar Helgi með silfur á Norðurlandamótinu í judo 2025

Vinsælast

Tveir keppendur frá Judofélagi Suðurlands, Arnar Helgi Arnarsson og Böðvar Arnarsson, tóku þátt í Norðurlandamótinu í judo sem fór fram í Bröndby í Danmörku um liðna helgi. Þátttakendur í mótinu voru rúmlega 600.

Arnar Helgi, sem er 17 ára og keppti á fyrsta ári í flokki undir 21 árs, stóð sig frábærlega og náði öðru sæti. Hann sigraði tvo andstæðinga sína með nokkrum yfirburðum á fullnaðarsigri. Rasmus Strömstedt frá Svíþjóð var þó sterkari í þetta sinn og tók gullið.

Arnar Helgi keppti einnig í flokki fullorðinna og stóð sig með ágætum en varð að játa sig sigraðan fyrir eldri og reyndari mönnum.

Böðvar keppti í 81 kg flokki fullorðinna en varð að láta í minni pokann fyrir andstæðingunum þennan daginn en keppnin mun skila reynslu fyrir komandi mót.

Nýjar fréttir