6.1 C
Selfoss

Biskup Íslands í Skálholtsdómkirkju

Vinsælast

Biskup Íslands, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, predikar og þjónar í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 23. mars nk. kl. 11:00 ásamt sr. Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi, sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur sóknarpresti og Bergþóru Ragnarsdóttur djákna. Sóknarnefndarfólk og fermingarbörn taka þátt í stundinni. Jón Bjarnason leikur á orgel og Skálholtskórinn syngur.

Öll eru hjartanlega velkomin að taka þátt í messu og þiggja súpu og brauð á Veitingastaðnum Hvönn á eftir.

Fleiri viðburðir eru væntanlegir sem öllum er velkomið að mæta á.

Mosfellskirkja býður til vikulegra íhugunarstunda á föstunni, á miðvikudagskvöldum kl. 19:30.Eftir stutta helgistund sem sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir leiðir verður átt samtal um föstuna, trúna og lífið. Góðir gestir mæta á hverju kvöldi og kirkjukaffi er á prestsetrinu eftir stundina.

2. apríl er viðburður með sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur, sóknarpresti og draumfangara, sem heitir „Hvernig dreymir okkur um iðrun og eftirsjá?”

9. apríl er dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor emeritus og safnari, með erindið „Ég hef augu mín til fjallanna.

Nýjar fréttir