6.1 C
Selfoss

Einfaldur og góður kjúklingaréttur

Vinsælast

Karen Elva Jónsdóttir er matgæðingur vikunnar.

Það er mikill heiður að fá að vera matgæðingur vikunnar. Ég hef gaman af því að dunda mér í eldhúsinu og ætla ég að bjóða Sunnlendingum upp á uppskrift að einföldum og góðum kjúklingarétt.

Kjúklingaréttur fyrir 5-6 manns

3-4 kjúklingabringur 

Ein stór sæt kartafla

Ein krukka af fetaosti

Einn rauðlaukur (má sleppa)

Ein krukka af grænu pestó

Döðlur að vild

Aðferð

Hit ofninn í 180•

Skerið kjúklinginn og sætu kartöfluna niður í litla bita og setjið í eldfast mót ásamt dass af olíu. Hrærið öllu saman með olíunni. Skerið niður rauðlaukinn og setjið í formið. Setjið fetaost yfir allt saman og smá af olíunni úr pestókrukkunni með. Best er að vera með saxaðar döðlur og blanda öllu vel saman. 

Þessu er hent inn í ofn í 45-55 mínútur. 

Fullkomin máltíð fyrir fjölskylduna og til að taka með í hádegismat daginn eftir.

Ég ætla að fá að skora á gamla góða vinkonu, hana Hönnu Björgu Hjartardóttur, sem næsta matgæðing. Ég veit að hún lumar á einhverri frábærri uppskrift.

Nýjar fréttir