6.1 C
Selfoss

Verðlaun veitt á uppskeruhátíð Sleipnis

Vinsælast

Uppskeruhátíð Sleipnis var haldin í Þingborg við hátíðlega athöfn þann 8. mars sl. Verðlaun voru veitt fyrir árangur í ýmsum flokkum.

Eftirfarandi verðlaun voru veitt:

Bestu tímar í skeiðgreinum:

250 m skeið: Sigursteinn Sumarliðason á Krókusi frá Dalbæ á tímanum 21,35 sek sem jafnframt varð besti tími ársins

150 m skeið: Larissa Silja Werner á Hyl frá Kjarri á tímanum 14,97 sek

100 m skeið: Sigursteinn Sumarliðason á Krókusin frá Dalbæ á tímanum 7,33 sek.

Ræktunarbikar Sleipnis – gefinn hæst dæmda kynbótahrossinu á árinu sem ræktaður er af Sleipnisfélaga:

Safír frá Laugardælum – Safír hlaut 8,81 í aðaleinkunn í 5. vetra flokki stóðhesta á Landsmóti hestamanna í Reykjavík, ræktandi: Malin Linnea Birgitta Widar

Sérstakar viðurkenningar:

Sigursteinn Sumarliðason – Íslandsmeistari í 250 m skeiði á Krókusi frá Dalbæ

Guðmunda Ellen Sigurðardóttir – Íslandsmeistari í fjórgangi meistaraflokki á Flaumi frá Fákshólum

Védís Huld Sigurðardóttir – Norðurlandameistari í fimmgangi ungmenna á Búa frá Húsavík

Félagar ársins:

Stefán Bjartur Stefánsson og Linda Rut Ragnarsdóttir

Klárhestaskjöldurinn: Þröstur frá Kolsholti

Sleipnisskjöldurinn: Kolbeinn frá Hrafnsholti

Knapar ársins:

Íþróttaknapi ársins:

Guðmunda Ellen Sigurðardóttir: Varð í 2.sæti í einstaklingskeppninni í 1.deildinni í hestaíþróttum, sigraði fimmgang og 2.sæti í fjórgangi í Suðurlandsdeildinni, var í 1.-2.sæti í fjórgangi og í B-úrslitum í slaktaumatölti á Reykjavíkurmótinu, varð Íslandsmeistari í fjórgangi meistaraflokki og í A-úrslitum í slaktaumatölti á sama móti.

Gæðingaknapi ársins:

Helgi Þór Guðjónsson sigraði glæsilega B-flokk á gæðingamóti Sleipnis og endaði í 2.sæti í B-flokki gæðinga á landsmóti hestamanna þar sem munurinn var einungis 0,02 á 1. og 2.sæti.

Knapi ársins í ungmennaflokki:

Védís Huld Sigurðardóttir en hún sigraði einstaklingskeppnina í meistaradeild ungmenna, sigraði fimmgang ungmenna á WR íþróttamóti Sleipnis, var í þrennum A-úrslitum á Rreykjavíkurmeistaramótinu, sigraði ungmennaflokk á gæðingamóti Sleipnis, varð í 2.sæti í B-flokki ungmenna á landsmóti hestamanna og varð Norðurlandameistari í fimmgangi ungmenna.

Knapi ársins í flokki áhugamanna:

Soffía Sveinsdóttir varð í 2.stæti í tölti og slaktaumatölti í áhugamannadeildinni, varð í 6.sæti í tölti í suðurlandsdeildinni, 2.sæti í tölti á WR íþróttamóti Sleipnis og 4.sæti í fjórgangi á sama móti, 3.sæti í tölti á Reykjavíkurmeistaramótinu og endaði í 4.sæti í töltinu á gæðingamótinu á Flúðum þar sem hún var eini áhugamaðurinn í úrslitunum.

Knapi ársins hjá Sleipni:

Sigursteinn Sumarliðason en hann átti frábært ár.

Sigursteinn varð Íslandsmeistari í 250 m skeiði með besta tíma ársins á Krókusi frá Dalbæ, hann hlaut bronsverðlaun í 100 m skeiði á sama móti á sama hesti. Hann hlaut silfur í 100 m skeiði á landsmóti hestamanna og silfur í 250 m skeiði á sama móti á Krókusi frá Dalbæ.

Eftir árið er Sigursteinn og Krókus frá Dalbæ í 2.sæti í Íslenska stöðulistanum bæði í 250 og 100 m skeiði, hann er annar á alþjóðlega stöðulista FEIF í 250 m skeiði og áttundi á alþjóðlega stöðulistanum í 100 m skeiði.

Talið frá hægri: Ari Björn fyrir hönd Sigursteins Sumarliðasonar Íslandsmeistara í 250 m skeiði, Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Íslandsmeistari í fjórgangi meistaraflokki, Védís Huld Sigurðardóttir Norðurlandameistari í 5gangi ungmenna.
Ljósmynd: Aðsend.
Vinningshafar ásamt formanni.
Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir