6.1 C
Selfoss

Leggst gegn efnistöku Heidelberg í sjó við Landeyjasand

Vinsælast

Skipulagsstofnun leggst gegn leyfi fyrir efnistöku í sjó úti fyrir Landeyja- og Eyjafjallasandi. Heidelberg Materials hugðist taka þar allt að 2 milljónir rúmmetra á ári í 30 ár af 100 ferkílómetra hafsvæði.

Talið er að engin fordæmi séu fyrir viðlíka efnistöku í sjó hér við land. Skipulagsstofnun telur mikla óvissu ríkja um umhverfisáhrif efnistökunnar. Þyngst vegi áhrifin á lífríki sjávar en efnistakan yrði á mikilvægu hrygningar- og uppeldissvæði margra fiskistofna og að óvissan snúi að mjög mikilvægum þjóðhagslegum hagsmunum.

Mölunarverksmiðja sem átti að reisa í Þorlákshöfn átti að vinna efnið en var hafnað í íbúakosningu. Heidelberg hefur nú kynnt málið í Norðurþingi.

Nýjar fréttir