Fimmtudaginn 13. mars kl. 16 verður spennandi námskeið á Bókasafni Árborgar Selfossi. Listakonan Polina Sirojegina ætlar að kenna þátttakendum að handgera sínar eigin skissubækur með japanskri bókbindingaaðferð. Hver þátttakandi velur stærð sinnar bókar, lit bandsins og tilgang bókarinnar sem getur verið ýmiss konar, til að mynda sem dagbók, uppskriftabók eða skipulagsbók svo dæmi séu tekin. Námskeiðið tekur um 2 – 3 klukkustundir og er öllum velkomið að taka þátt sér að kostnaðarlausu. Allt nauðsynlegt efni til smábókagerðarinnar verður til staðar en þó er öllum velkomið að taka með sinn uppáhalds pappír eða myndlistarvörur. Ráðlagður aldur er 12+.

