6.1 C
Selfoss

Kjúklingaréttur með núðlum og ýsa í soyja

Vinsælast

Sigríður Guðlaug Björnsdóttir er matgæðingur vikunnar.

Ég þakka Markúsi Árna fyrir áskorunina. Það er alltaf gaman að fá hann í heimsókn. Ég er með frábæra uppskrift að kjúklingarétt sem flestum ætti að líka við. Svo langaði mig að bæta við góðum fiskrétt sem hefur verið í uppáhaldi á mínu heimili í meira en 30 ár.

Kjúklingaréttur með núðlum

Hráefni:

250 gr. núðlur

Olía til steikingar

500 gr. kjúlinga- lundir / bringur

Kjúklingarkrydd eða steikarkrydd

1 laukur

1 rauð paprika

1 – 2 brokkólíhöfuð (fer eftir stærð)

6 – 8 msk. sojasósa

2 tsk. púðursykur

Aðferð:

1. Skera lauk, papriku og brokkólí.

2. Sjóða brokkólí í um það bil 5 mín., það sigtað og sett til hliðar.

3. Steikja papriku og lauk á pönnu þangað til það er mjúkt og setja það svo í skál til hliðar.

4. Skera kjúkling í bita. Hita olíu á pönnu. Skella svo kjúklingnum á og krydda hann. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er gott að blanda lauknum og paprikunni saman við í smá stund.

5. Meðan það er verið að steikja kjúklinginn er gott að sjóða núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

6. Blanda saman sojasósu og púðursykri.

7. Þegar allt er tilbúið set ég allt saman í eldfastmót eða stóra skál og helli sojasósublöndunni við og blanda öllu rólega saman.

8. Svo er bara að njóta.

Ýsa í soyja

Hráefni:

500 gr. ýsa

Sítrónusafi

Sítrónupipar

1 – 2 bollar hveiti

1 – 2 msk. karrý

5 – 7 dl. af rjóma

Soyjasósa

Aðferð:

1. Fiskstykkjunum raðað í eldfast mót, sítrónusafa sprautað yfir og kryddað með sítrónupipar. Láta liggja í smá stund.

2. Blanda saman hveiti og karrý í skál. Fisknum er velt upp úr blöndunni og steiktur upp úr olíu/smjöri á pönnu þangað til hjúpurinn er orðinn gylltur.

3. Fisknum er svo raðað í eldfast mót. Rjóma hellt yfir þannig að hann fljóti yfir fiskinn. Slatta af soyjasósu skvekkt yfir.

4. Eldfasta mótið sett inn í ofn og bakað í ofni á 180° í 20 mín.

5. Verði ykkur að góðu.

Með fiskréttinum ber ég fram salat, hrísgrjón og soyjasósu. 

Ég ætla að skora á Sigrúnu Ström að vera matgæðingur næstu viku. Ég er viss um að hún eigi góða uppskrift til að deila með okkur.

Nýjar fréttir