3.4 C
Selfoss

Efnt til söfnunar fyrir fjölskyldu Pálma

Vinsælast

Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Vík í Mýrdal síðastliðinn föstudag hét Pálmi Kristjánsson.

Hann var fæddur 1983, búsettur í Vík og lætur eftir sig sambýliskonu og tvö börn.

Tilkynning barst um slysið klukkan 13:45 á föstudaginn og voru viðbragðsaðilar, lögregla, sjúkraflutningamenn og læknir fljótir á staðinn. Endurlífgunartilraunir voru gerðar á vettvangi en báru ekki árangur.

Samfélagið er í djúpri sorg og var boðað til kyrrðar- og bænastundar í Víkurkirkju í Mýrdalshreppi kvöldið eftir slysið.

Efnt hefur verið til söfnunar fyrir fjölskyldu Pálma til að létta undir með henni á erfiðum tímum.

„Kæru Mýrdælingar, ættingjar og vinir. Okkar ástkæri Pálmi féll frá langt fyrir aldur fram í
hörmulegu slysi. Eftir stendur sambýliskona hans hún Elīna í mjög erfiðum aðstæðum. Því höfum við stofnað söfnunarreikning fyrir hana til að létta undir með henni í framtíðinni,“ segir í færslu sem er í dreifingu á Facebook.

Reikningurinn er á nafni vinkonu hennar Elīnu. Margt smátt gerir eitt stórt.
Reikningsnúmer: 0370-22-105092
Kennitala: 260586-4679

Nýjar fréttir