Afmælismót JSÍ 2025 í aldursflokkum U18 og U21 árs var haldið hjá Judofélagi Reykjavíkur 1. mars sl. 28 keppendur frá sex klúbbum voru að keppa og var mikið af flottum viðureignum.
Judodeild UMFS sendi frá sér tvo keppendur, þau Mikael Kára Ibsen Ólafsson og Ellu Marlene Rogge. Þau kepptu bæði í U18 og U21.
Mikael átti góðan dag en hann vann tvær glímur í U18 og náði sér í gull þar. Hann nældi sér einnig í silfur í U21 og vann þar þrjár af fjórum glímum. Vann hann allar glímurnar sínar á köstum og sýndi miklar framfarir.
Ella Marlene sýndi flotta frammistöðu en hún hefur bara æft í eitt ár og var þetta hennar fyrsta mót. Endaði hún daginn í 2. sæti í U18 og 3. sæti í U21.