Krabbameinsfélag Árnessýslu ætlar í tengslum við Mottumars að standa fyrir forvarnarátaki í mars 2025. Félagið verður m.a. með fyrirlestra um forvarnargildi hreyfingar og góðs mataræðis. Því leitar félagið til fyrirtækja á svæðinu til að taka þátt í þessi átaki með þeim. Samstarfið væri þá hugsað þannig að fyrirtæki bjóði viðskiptavinum upp á heilsutengd tilboð eða afslætti í þessum mánuði. Þetta gætu verið tilboð eða afsláttur á hollum matarkosti í matvöruverslunum/veitingastöðum, á líkamsræktarkortum eða fríum kynningardögum/tímum og á fatnaði eða vörum sem tengja má við heilsusamlegan lífstíl. Krabbameinsfélag Árnessýslu mun kynna þessi fyrirtæki og hvernig þeirra þátttöku verður háttað á samfélagsmiðlum.