6.7 C
Selfoss

Arnar Helgi og Heiða keppa á Matsumae Cup Judo

Vinsælast

Arnar Helgi og Heiða í Judofélagi Suðurlands hafa verið valin í landsliðið í Judo og munu keppa á Matsumae Cup í Vejle í Danmörku 15. – 16. febrúar og í framhaldinu fara í æfingabúðir 17. – 18. febrúar. Efnilegir judomenn þarna á ferðinni.

Matsumae Cup er eitt stærsta judomót Norðurlanda með keppendur frá mörgum löndum. Má þar nefna Japan, Bretland, Þýskaland, Tekkland, Pólland, Kanada, Írland, Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Finnland og Ísland. Fjöldi keppenda er um 700 og er keppt á fjórum völlum í tvo daga.

Nýjar fréttir