6.7 C
Selfoss

Kira Kira í Stokkseyrarkirkju

Vinsælast

Fimmtu tónleikar Vetrartóna í Stokkseyrarkirkju fara fram næsta föstudagskvöld, 14. febrúar og hefjast kl. 20. Tónskáldið og kvikmyndaleikstjórinn Kira Kira (Kristín Björk Kristjánsdóttir) ásamt hljóðgervlakonunginum Hermigervli (Sveinbirni Thorarensen) og trommaranum Ívari Pétri Kjartanssyni úr hljómsveitinni FM Belfast flytja frumsamda og hjartastyrkjandi tónlist tileinkaða heilögum Valentínusi. Einnig verða flutt lög af nýjustu breiðskífu Kiru er nefnist Unaðsdalur.

Aðgangur er ókeypis á alla tónleika Vetrartóna en tónleikagestum stendur til boða að leggja til frjáls framlög sem renna beint til tónlistarfólksins. Tónleikaröðin er styrkt af Tónlistarsjóði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Öll eru hjartanlega velkomin!

Nýjar fréttir