Fjölmargir ökumenn lentu í vandræðum í Kömbunum og á Hellisheiði í morgun vegna slæmra hola sem myndast hafa eftir umhleypinga í veðri síðustu daga.
Blaðamaður taldi minnst 17 bíla sem voru stopp í vegkanti eftir að hafa keyrt í holurnar á leiðinni til Reykjavíkur í morgun.
Vegagerðin hefur varað við ástandinu og er unnið að viðgerðum.
Hér að neðan má sjá myndband af ástandinu.