6.7 C
Selfoss

Guðrún býður sig fram til formanns

Vinsælast

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns flokksins. Það tilkynnti hún á fundi í Salnum í Kópavogi í dag. Í kringum 600 manns mættu á fundinn og um 17 þúsund manns horfðu á hann í beinu streymi en 24 þúsund þegar mest lét.

Guðrún sagði flokkinn vera í vanda og á krossgötum og að hún sé tilbúin að leiða flokkinn út úr því. „Við fengum fyrr í vetur verstu kosninganiðurstöðu í sögu flokksins. Við erum ekki lengur í ríkisstjórn og að sumu leyti erum við komin úr bílstjórasætinu í aftursætið í íslenskum stjórnmálum. Þessu viljum við breyta. Þessu ætlum við að breyta.“

Guðrún segist hafa ígrundað málið vel og að reynsla hennar, þekking, gildi og einlægur vilji til að vera sameinandi afl muni nýtast í verkefninu sem framundan er. „Að leiða Sjálfstæðisflokkinn til farsællar framtíðar og vinna Íslandi heilt. Með þetta að leiðarljósi, að byggja upp, skapa samstöðu og ná árangri, tek ég auðmjúk við hinum fjölmörgu áskorunum sem mér hafa borist og ég býð fram krafta mína til að leiða Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Guðrún í lok ræðu sinnar.

Fjöldi fólks mætti á fundinn.
Ljósmynd: Facebook/Guðrún Hafsteinsdóttir.

Nýjar fréttir