4.5 C
Selfoss

Skortur á lesefni fyrir fólk af erlendum uppruna

Vinsælast

Bókin Leitin að orðum eftir Kristínu Guðmundsdóttur er komin út. Hún er ætluð fyrirlk af erlendum uppruna sem er búið með grunninn í íslensku eða er á síðustu stigum íslenskukennslunnar, kennara sem vilja efla orðaforða íslenskra barna og unglinga og þau sem vilja rifja upp íslenskuna.

Þetta er sjötta bók Kristínar fyrir fólk af erlendum uppruna. Þær bækur sem hún hefur gefið út eru: Nýjar slóðir 2020, Óvænt ferðalag 2021, Leiðin að nýjum heimi 2022, Birtir af degi 2023 og Tólf lyklar 2024.

Ástæða þess að hún fór að gefa þessar bækur út að eigin frumkvæði var að vinkona hennar sem kom til landsins árið 1995 sagði að það væri skortur á góðu lestrarefni fyrir fólk af erlendum uppruna. Hún er myndlistamaður að mennt og segist hafa lært meira í tungumálinu við lestur bókanna. 

Með ábendingum frá henni eru erfið orð, spakmæli og orðasambönd útskýrð með tilvísunum auk þess sem ein handteiknuð mynd fylgir hverri sögu og styður við tilvísanirnar. Bókin inniheldur 12 stuttar og skemmtilegar skáldsögur af ýmsu tagi.

Nýjar fréttir