1.4 C
Selfoss

Dagný María valin kona mótsins

Vinsælast

Síðustu helgi fór fram Bikarmót 2 í Taekwondo í íþróttahúsinu við strandgötu í Hafnafirði. Taekwondo-deild Selfoss sendi keppendur báða dagana.

Á laugardeginum var keppt í Poomsae(formum) og var árangurinn eftirfarandi:

Einstaklings form:

Úlfur Darri Sigurðursson með gull í Cadet flokki 12-14 ára

Veigar Elí Ölversson með silfur í Cadet flokki 12-14 ára

Laufey Ragnarsdóttir með silfur í Junior flokki 15-17 ára

Daníel Jens Pétursson með brons í Senior yngri en 40 ára

Para:

Laufey og Úlfur með gull í Junior flokki 15-17 ára

Veigar og Úlfur. Ljósmynd: Aðsend.
Laufey Ragnarsdóttir. Ljósmynd: Aðsend.

Á sunnudeginum var svo keppt í bardaga og röðuðu Selfyssingar sér á pall þar líka.

Dagný María Pétursdóttir með gull í +67 kg Senior flokki kvenna og var hún valin kona mótsins

Daníel Jens Pétursson með gull í +80 kg Veteran flokki karla

Úlfur Darri Sigurðsson með gull í -57 kg Cadet flokki karla

Viktoría Björg Kristófersdóttir með silfur í +67 kg Senior flokki kvenna

Loftur Guðmundsson með brons í -63 kg Junior flokki karla

Julia Wiktoria Sakowicz með brons +63 Junior flokki kvenna

Dagný María með verðlaunin sín. Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir