1.4 C
Selfoss

Tugir gesta veikir eftir tvö þorrablót

Vinsælast

Veik­indi hafa komið upp meðal tugi gesta sem sóttu þorra­blót í Grímsnes- og Grafningshreppi og Þor­láks­höfn um helgina. Grun­ur er um mat­ar­borna sýk­ingu.

Veisluþjón­usta Suður­lands sá um veit­ing­ar á báðum stöðum, en ekki hef­ur verið staðfest að veik­ind­in megi rekja til veit­ing­anna sem boðið var upp á.

Ekki er vitað hversu margir hafa veikst eftir þorrablótið í Grímsnes- og Grafningshreppi en um 230 manns voru á þorrablótinu, sem haldið var í félagsheimilinu Borg í Grímsnesi.

Áður var talað um að 50 manns hefðu veikst en það virtist ekki rétt. Biðst blaðamaður afsökunar á þeim misskilning.

Freyja Mjöll Magnús­dótt­ir, í þorra­blóts­nefnd­inni í Þorlákshöfn, tel­ur að um 20 gest­ir hafi nú þegar til­kynnt um veik­indi, en um 160 gest­ir sóttu þorra­blótið, sem haldið var í Versöl­um í Þor­láks­höfn. Freyja seg­ir að heil­brigðis­eft­ir­litið hafi verið upp­lýst um málið. Kemur það fram á íbúasíðu bæjarfélagsins.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Nýjar fréttir