Veikindi hafa komið upp meðal tugi gesta sem sóttu þorrablót í Grímsnes- og Grafningshreppi og Þorlákshöfn um helgina. Grunur er um matarborna sýkingu.
Veisluþjónusta Suðurlands sá um veitingar á báðum stöðum, en ekki hefur verið staðfest að veikindin megi rekja til veitinganna sem boðið var upp á.
Ekki er vitað hversu margir hafa veikst eftir þorrablótið í Grímsnes- og Grafningshreppi en um 230 manns voru á þorrablótinu, sem haldið var í félagsheimilinu Borg í Grímsnesi.
Áður var talað um að 50 manns hefðu veikst en það virtist ekki rétt. Biðst blaðamaður afsökunar á þeim misskilning.
Freyja Mjöll Magnúsdóttir, í þorrablótsnefndinni í Þorlákshöfn, telur að um 20 gestir hafi nú þegar tilkynnt um veikindi, en um 160 gestir sóttu þorrablótið, sem haldið var í Versölum í Þorlákshöfn. Freyja segir að heilbrigðiseftirlitið hafi verið upplýst um málið. Kemur það fram á íbúasíðu bæjarfélagsins.
Fréttin hefur verið uppfærð.