Hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands fer fram á sal Fjölbrautarskóla Suðurlands 12. febrúar nk. klukkan 16.
Það verður mikið um dýrðir þegar upplýst verður um styrkhafa Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands en frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun afhenda styrkinn með formlegum hætti. Að auki mun hún afhenda Menntaverðlaun Suðurlands.
Tónlistarskóli Árnesinga mun bjóða upp á tónlistaratriði og fyrri styrkhafi mun kynna niðurstöður rannsókna sinna. Fundarstjóri verður Soffía Sveinsdóttir skólameistari FSu.
Öll eru velkomin á hátíðarfundinn.