1.4 C
Selfoss

Berserkir sjöundi besti klúbburinn á Grappling Industries í London

Vinsælast

Berskerkir BJJ sendi frá sér fimm keppendur á Grappling Industries í London. Þar er keppt í Brazilian Jiu Jitzu. 1500 manns voru á mótinu og 189 klúbbar. 

Hekla Dögg Ásmundsdóttir var skráð í fjóra flokka og endaði með brons í Opna flokknum í NOGI. Hún tók annað sæti eftir tap gegn Örnu í GI. Hekla tók samtals tíu glímur þannig þetta var langur dagur hjá henni og miklar framfarir hjá henni. 

Arna Diljá S. Guðmundsdóttir vann báða opnu flokkana sína örugglega í GI og NOGI. Hún var innan við tvær mínútur með andstæðinga sína. Keppendur vantaði í flokkinn hennar þannig hún keppti í opnum flokkum í staðinn. 

Þröstur Marel Valsson var einnig skráður í fjóra flokka og tók annað sæti í opnum flokki hvítbelta í GI. Hann tók svo gull í Master í Nogi og GI eftir skemmtilegar viðureignir. Það var virkilega jafnt í báðum flokkum þar sem þrír höfðu unnið hvorn annan í GI en Þröstur endaði með gullið. 

Davíð Óskar Davíðsson keppti í opna flokknum og var sá eini til að skora stig á Ross Nicholls sem vann addc trials 2018 með kimura sweepi en tapaði síðar á stigum. Hann keppti svo í master og sigraði þrjár glímur með armbar og kimura örugglega en tapaði úrslitum á aðeins 2 stigum. Voru það einu stigin sem Davíð fékk skorað á sig í flokknum. 

Egill Blöndal hafði engan í fjólublátt -104 og ekki heldur í brúnt-svart, þannig hann skráði sig í +104kg brúnt-svart. Hann sigraði alla fimm andstæðingana sína og fékk ekkert stig skorað á sig. 

Berserkir BJJ enduðu daginn sem sjöundi besti klúbburinn af 189. 

Yfir heildina virkilega flottur árangur og mjög miklar bætingar hjá hópnum. 

Nýjar fréttir