4.5 C
Selfoss

Bergrós með glæsilegan árangur á Wodapalooza

Vinsælast

Ísland átti fjóra keppendur í liðakeppni Wodapalooza CrossFit stórmótsins sem fór fram í Miami sl. helgi. Goðsagnirnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir fengu mikla athygli enda að keppa saman í fyrsta sinn í liðakeppni. Hin stórefnilega Bergrós Björnsdóttir aðeins 17 ára gömul frá Selfossi var einnig á meðal keppenda. Hún var að keppa í fyrsta sinn í liðakeppni en eins og margir vita að þá hefur hún keppt þrisvar sinnum á heimsleikunum í CrossFit unglinga og nokkrum öðrum stórmótum erlendis.

Bergrós er efnilegasta CrossFit kona Íslands og ein efnilegasta CrossFit kona heims.  Með Bergrós í liði voru hennar helstu keppinautar af heimsleikunum síðustu ára, hin bandaríska Reese Littlewood og Írinn Lucy McGonigle. Saman mynduðu þær liðið LittleMcDottir Coming In Hotter og stóðu svo sannarlega undir nafni. Alls var keppt í sex greinum og náðu þær tvisvar inn á topp fimm í keppninni og urðu í öðru sæti í einni greininni. Þrátt fyrir að vera langyngstar náðu þær í tólfta sætið á mótinu og voru fimm sætum ofar en lið íslensku goðsagnanna. Samtals voru 40 lið skráð í keppnina en aldrei hefur keppnin verið eins sterk og í ár þar sem að mjög margir af bestu CrossFitturum í heimi voru á meðal keppenda.

Sara Sigmundsdóttir, Bergrós Björnsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir