Stærsta flutningaskip sem komið hefur til Þorlákshafnar lagðist að Suðurvararbryggju í gærkvöld. Skipið heitir MV Lista en það er 193 metra langt og 26 metra breitt. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í höfnina til að líta skipið augum.
Smyril Line er með skipið á leigu en það kemur í stað Glyvursnes sem skemmdist í eldsvoða í byrjun janúar. Lista mun sigla til Þorlákshafnar þar til ný skip Smyril Line verða tilbúin en félagið er að smíða tvö ný skip sem eru af svipaðri stærð.
Lista er 40 metrum lengra en Glyvursnes er sem áður var lengsta skip sem siglt hafði til Þorlákshafnar.

Ljósmynd: Gústaf Ingvi Tryggvason.