4.5 C
Selfoss

Gul viðvörun tekur gildi á hádegi

Vinsælast

Enn spáir Veðurstofa Íslands veðurviðvörunum. Gul viðvörun tekur gildi á hádegi í dag og á að standa til klukkan 08:00 í fyrramálið. Gert er ráð fyrir suðaustan 15-23 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll. Spáð er rigningu og hláku, og talsverðri úrkomu undir Eyjafjöllum. Varasöm akstursskilyrði verða vegna vinds og hálku þar sem blaut svell eru á vegum. Suðlægari vindur verður á laugardagsmorgun.

Fólk er hvatt til þess að moka frá niðurföllum til þess að forðast vatnstjón.

Nýjar fréttir