4.5 C
Selfoss

Hamar/Þór í undanúrslit

Vinsælast

Hamar/Þór tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í körfubolta þegar þær sigruðu Ármann í 8-liða úrslitum 65-94 í gærkvöld.

Hamar/Þór átti leikinn frá upphafi og komust þær í 9-23 í 1. leikhluta og í hálfleik var staðan 31-59. Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum en þær sunnlensku enduðu á að sigra með 29 stiga mun.

Abby Beeman var stigahæst hjá Hamri/Þór og skoraði 20 stig. Einnig tók hún níu fráköst og sendi tíu stoðsendingar. Hún hefur verið lykilmaður hjá liðinu á tímabilinu.

Undanúrslitin verða í Smáranum í Kópavogi þriðjudaginn 18. mars. Auk Hamars/Þórs eru Þór Akureyri, Njarðvík og Grindavík í undanúrslitum. Ekki er búið að draga hverja Hamar/Þór fær sem andstæðing.

Nýjar fréttir