0.6 C
Selfoss

30 tóku þátt í héraðsmóti í boccia

Vinsælast

Héraðsmót í boccia, sveitakeppni, var haldið þann 7. desember í íþróttahúsi Stokkseyrar. Keppendur voru 30 frá íþróttafélögunum Gný og Suðra. Mótið gekk mjög vel, hörkukeppni og mikil gleði. Margir áhorfendur komu til að fylgjast með. Mótið stóð frá kl. 11 – 18 og gátu keppendur nært sig á milli leikja á skyri og kókómjólk í boði MS. Að lokinni keppni gæddi fólk sér á pizzum á meðan spjallað var við vini og félaga en félagslegi þátturinn er ekki síður mikilvægur en keppnin sjálf.

Ljósmynd: Aðsend.

Úrslit.

  1. sæti Suðri B – Dagmar Ósk Héðinsdóttir, Ína Valsdóttir, Telma Þöll Þorbjörnsdóttir
  2. sæti Suðri A – Kristján Gíslason, María Sigurjónsdóttir, Valdís Jónsdóttir
  3. sæti Suðri C – Kristín Lára Sigurðardóttir, Matthías Gunnarsson, Reynir Ingólfsson

Nýjar fréttir