5.6 C
Selfoss

Hr. Eydís gefur út myndband við nýja jólalagið sitt

Vinsælast

Nýlega gáfu hljómsveitin Hr. Eydís og Erna Hrönn út jólalag sem ber nafnið „Þegar eru að koma jól“. Bæði lag og texti er eftir Örlyg Smára, söngvara og gítarleikara Hr. Eydís. Nú er komið út myndband á YouTube við jólalagið.

„Við fórum nú bara inn í okkar hljóðstúdíó og tókum upp myndbandið þar. Erna Hrönn kom með jólapeysur og jólahúfur á okkur strákana og vélarnar voru settar í gang. Ekkert flókið og ekkert dýrt…íslenskur heimilisiðnaður myndi einhver hafa sagt á níunda áratugnum,“ segja hljómsveitarmeðlimir glöð og ánægð með nýja myndbandið.

Hr. Eydís og Erna Hrönn hafa starfað saman í rúmt ár og haldið merkjum´80s á lofti með ábreiðum sínum (cover) bæði á YouTube og tónleikunum „Alvöru ´80s partý“.

Instagram: eydisband

Facebook: Hr. Eydís (hreydisband)

TikTok: eydisband

Nýjar fréttir