5.6 C
Selfoss

Þakkargjörðarveisla

Vinsælast

Gunnar Ásgeir Halldórsson er matgæðingur vikunnar.

Kæra Hrefna, þakka þér hjartanlega fyrir að velja mig sem matgæðing vikunnar! Það er sannur heiður að fá tækifæri til að deila ástríðu minni fyrir matargerð og að aðrir fái að njóta hennar. Takk fyrir þetta einstaka tækifæri og traust sem því fylgir að vera matgæðingur vikunnar. Ég er einstaklega þakklátur fyrir það!

Fyrst það er nú þakkargjörðarhátíð þá fannst mér tilvalið að elda dásamlegan kalkún með ljúffengu meðlæti og trönuberjasósu. Svo í eftirrétt verður klassísk graskersbaka sem fullkomnar matarboðið. Uppskriftin er tilvalin fyrir 8 manns.

Kalkúnn:

5-6 kg af kalkúni (nóg fyrir átta manns og svo er nóg fyrir afgang daginn eftir)

200 g smjör við stofuhita

4 hvítlauksrif

3 msk af timíani, rósmaríni og salvíu – smátt saxað

1 stk sítróna (skorin í 4 parta)

1 stór laukur (skorinn í bita)

500 ml kjúklingasoð

Salt og pipar – eftir smekk

Aðferð:

Byrjið á því að hita ofn í 180°C á blæstri. Þurrkaðu kalkúninn með pappír og nuddaðu hann með kryddjurtasmjörinu (blandaðu smjöri, hvítlauk og kryddjurtum saman).

Fylltu fuglinn með sítrónu og lauk. Kryddaðu svo með salti og pipar eftir smekk.

Settu kalkúninn í ofnskúffu með kjúklingasoði í botninum. Hafðu hann í ofninum í 3-3,5 klst. Ausaðu reglulega yfir fuglinn með soðinu. Kalkúninn er tilbúinn þegar hann hefur náð 75-80°C. Látið hann hvíla í 20 mín áður en hann er skorinn.

Meðlæti

Kartöflumús

2 kg kartöflur

150 g smjör

200 ml rjómi

Salt og pipar – eftir smekk

Grænar baunir m/ steiktu beikoni

800 g grænar baunir

200 g beikon (smátt skorið og steikt)

2 hvítlauksrif

Sætar kartöflur með sykurhnetum

1,5 kg sætar kartöflur

100 g smjör

3 msk brúnsykur

100 g pekanhnetur (gróft saxaðar)

Trönuberjasósa

300 g trönuber

150 g sykur

100 ml appelsínusafi

Börkur af appelsínu

Aðferð:

Kartöflumús:

Sjóðið kartöflurnar í söltu vatni þar til auðvelt er að stinga í gegnum þær. Maukið þær með smjöri og rjóma. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

Grænar baunir:

Steikið beikon þar til það er stökkt, bætið hvítlauk út í og síðan grænu baununum. Hitið baunirnar þangað til þær eru mjúkar.

Sætar kartöflur:

Skrælið og skerið sætar kartöflur í sneiðar. Setjið þær inn í ofn með smjöri og brúnsykri þangað til þær eru mjúkar. Stráið síðan pekanhnetum yfir.

Trönuberjasósa:

Sjóðið trönuber í potti, setjið sykurinn og appelsínusafa ofan í 10-15 mín eða þar til sósan þykknar.

Graskersbaka

Botn:

250 g hveiti

150 g smjör (kalt, skorið í bita)

2 msk sykur

3-4 msk kalt vatn

Fylling:

400 g graskermauk

2 egg

200 ml rjómi

150 g sykur

2 tsk kanill

1 tsk engiferduft

½ tsk múskat

Aðferð:

Útbúið botninn með því að blanda saman hveiti, smjöri og sykri. Bætið við vatni og hrærið. Síðan skal kæla botninn. Setjið í eldfast mót sem er smurt með smjöri. Blandið saman fyllingunni og hellt yfir botninn. Bakan er bökuð í 40-50 mín.

Njótið hátíðarinnar og gangið hægt um gleðinnar dyr.

Ég ætla að skora á góðvin minn og samstarfsfélaga, Jón Einar Valdimarsson. Hann mun pottþétt matreiða einhverja dýrindis máltíð á milli þess sem hann sinnir börnunum.

Nýjar fréttir