5.6 C
Selfoss

Olíumálverkasýning í Gallery Seli

Vinsælast

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir sýnir ný olíumálverk á Sýningarveggnum í Gallery Seli á Selfossi. Sýning opnar laugardaginn 30. nóvember kl. 14-16.

„Ég hleypi helst engu að í verkum mínum nema náttúrunni. Mannskepnan, dýr, blómavasar, bátar og byggingar eða annað ótengt náttúrunni kemur varla fyrir í verkum mínum. Kannski finnst mér allt slíkt trufla upplifunina. Veðurfarið breytist stöðugt. Viðfangsefnið er endalaust og kemur sálarlífinu og sköpunargleðinni úr öllum áttum. Það er engin leið að verða þreyttur á því stórbrotna listaverki,“ segir Hrafnhildur Inga.

Hrafnhildur Inga hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis.

Allir eru velkomnir á sýninguna og boðið verður upp á léttar veitingar.

Sýningin stendur út desember.

Nýjar fréttir