5.6 C
Selfoss

Bjarmi nýr þjálfari meistaraflokks karla Selfoss Körfu

Vinsælast

Árni Þór Hilmarsson þurfti nýverið að segja upp störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Selfoss Körfu vegna veikinda.

Bjarmi Skarphéðinsson mun taka við þjálfun meistaraflokks karla um óákveðinn tíma og Geir Helgason verða honum til halds og trausts sem aðstoðarþjálfari. Bjarmi hefur síðastliðin ár þjálfað 10.-12. flokk drengja, ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks í haust. Geir hefur stýrt styrktarþjálfun ásamt því að vera aðstoðarþjálfari í 12. flokk og meistaraflokk.

Bjarmi og Geir þekkja leikmannahópinn vel, sem og stefnu félagsins, þannig að starfið er áfram í góðum höndum.  Á heimasíðu Selfoss Körfu er Árna þakkað fyrir vel unnin störf og Bjarma og Geir óskað góðs gengis í komandi verkefnum.

Nýjar fréttir