5.6 C
Selfoss

Summa & Sundrung valin besta alþjóðlega myndlistarsýningin

Vinsælast

Sýningin Summa & Sundrung með listamönnunum Steinu, Woody Vasulka og Gary Hill, sem var framleidd af Listasafni Árnesinga og House of Arts Brno, hlaut fyrstu verðlaun hjá menningarmálaráðuneytinu í Tékklandi þann 19. nóvember sl. sem besta alþjóðlega myndlistarsýningin á síðasta ári en sýningin ferðaðist frá Hveragerði og yfir til House of Arts, Brno í Tékklandi.

Sýningarstjórar sýningarinnar voru Kristín Scheving, Halldór Björn Runólfsson og Jennifer Helia Defelice.

„Sýningin var samstarfsverkefni þessara tveggja stofnana og er það afar ánægjulegt að hún hafi hlotið þessi verðlaun,“ segir í tilkynningu frá Listasafni Árnesinga.

Styrktaraðilar að sýningunni voru: Safnaráð, Uppbyggingarsjóður Suðurlands, Thoma Foundation, BERG Contemporary, Hveragerðisbær, Brno-borg, menningarsjóður Tékklands og Vasuka Kitchen Brno.

Nýjar fréttir