5.6 C
Selfoss

Svarta kómedían á Borg í Grímsnesi

Vinsælast

Leikfélagið Borg sýnir um þessar mundir leikritið Svarta kómedían í félagsheimilinu Borg í Grímsnesi. Sýningarnar eru ekki margar en leikfélagið ætlar að hafa eina sýningu 28. nóvember sem er Þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna og gefa allan ágóða af miðasölu sýningarinnar til Sjóðsins góða til að leggja sitt af mörkum að sem flestir geti haldið hátíðleg jól. Svarta kómedían er þýdd af Vigdísi Finnbogadóttur og er í leikstjórn Sindra Mjölnis. Eftir þessa sýningu verða einungis tvær sýningar, 1. og 7. desember. Leikfélagið Borg er 10 ára á næsta ári og er þetta 6. verkið sem félagið setur á svið.

Nýjar fréttir