5.6 C
Selfoss

Sönglaði bull ítölsku til að fá gott jólalag

Vinsælast

Í gær kom út á Spotify jólalagið Þegar eru að koma jól með hljómsveitinni Hr. Eydís og Ernu Hrönn. Bæði lag og texti er eftir Örlyg Smára, söngvara og gítarleikara Hr. Eydís. Lagið var heimsfrumflutt í Miðbæ Selfoss í gær þegar kveikt var á jólatrénu.

Hr. Eydís og Erna Hrönn hafa starfað saman í rúmt ár og haldið merkjum ´80s á lofti með ábreiðum sínum (cover) bæði á YouTube og tónleikunum „Alvöru ´80s partý“.

En nú er eins og áður sagði komið frumsamið lag í anda ´80s enda engin alvöru hljómsveit nema eiga sitt eigið jólalag.

„Mig langaði að gera eins jólalegt lag og mögulegt væri en eins og margir vita eru flest vinsælustu jólalögin ítölsk lög með íslenskum jólatexta. Ég brá því á það ráð að söngla bull ítölsku þegar ég samdi lagið og viti menn, ég held það hafi virkað. Þegar lagið var klárt gerði ég íslenskan texta í stað bull ítölskunnar og jólin voru komin í lagið,“ segir Örlygur Smári söngvari og gítarleikar Hr. Eydís og bætir við: „…. menn beita ýmsum brögðum til að koma sér í rétta gírinn þegar samin eru lög. Ítalska útgáfan er til, kannski að ég leyfi fólki að heyra hana við gott tækifæri“ segir Örlygur og hlær dátt.

 

Instagram: eydisband

Facebook: Hr. Eydís (hreydisband)

TikTok: eydisband

Nýjar fréttir