5.6 C
Selfoss

Einstakt jólastemningarkvöld á jólamarkaði MFÁ

Vinsælast

Í kvöld, 21. nóvember, ætlar Myndlistarfélag Árnessýslu (MFÁ) að halda jólamarkað. Markaðurinn verður haldinn á vinnustofu félagsins í Sandvíkursetri, Tryggvagötu 13 – gengið inn í sundið á móti sundlauginni. Hann byrjar klukkan 18:00 og stendur til 21:00, strax eftir að jólaljósin í bænum verða tendruð. Þetta verður kvöld fullt af skemmtun, jólailm og ótrúlegum handverksmunum.

Félagsmenn hafa verið á fullu við að skapa alls konar dásemdir sem verða í boði á jólamarkaðnum. Má þar nefna málverk og listmuni, handprjónaða vettlinga og sokka, gjafamerkimiða og kort, einstaka skartgripi, kransa, jólaskraut og heimagerð kerti.

Þegar jólin nálgast fer fólk að huga að jólagjafainnkaupum. Á jólamarkaðnum er hægt að klára allar gjafir á einum stað og óþarfi að fara í stórmarkaði og standa í biðröð. Með því að versla á markaðnum er í leiðinni verið að styrkja listamenn í heimabyggð.

Myndlistarfélagið lofar að það verði bæði skemmtilegt og jólalegt – engar grýlukerlingar í sjónmáli, bara handgerðir dýrgripir og notaleg stemning.

Markaðurinn er fullkominn fyrir þig ef:

Þú vilt gefa gjafir sem gleðja og eru ekki fjöldaframleiddar í óþekktum verksmiðjum.

Þú vilt styrkja heimamenn og skapa minningar sem endast.

Þú vilt bara kíkja í jólagleðina og forvitnast!

Nýjar fréttir