5.6 C
Selfoss

Árlegt jólabingó Kvenfélags Grímsneshrepps

Vinsælast

Kvenfélag Grímsneshrepps heldur sitt árlega jólabingó, Félagsheimilinu Borg, sunnudaginn 24.nóvember kl 14.00.

Góðir vinningar eru í boði.

Allur ágóði rennur í Sjóðinn góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu. Sjóðurinn hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina handa þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum. Kvenfélagið vonast eftir að sjá sem flesta hressa og káta með klink og seðla til styrktar góðu málefni.

Kvenfélag Grímsneshrepps var stofnað 24. apríl 1919. Kvenfélagskonurnar eru tæplega 70 talsins á öllum aldri. Félagið er mjög virkt og heldur fjóra fasta fundi á ári hverju, auk þeirra sér félagið um Grímsævintýrin sem haldin eru árlega í ágúst, jólabingó, námskeið, heldrimanna ferð.Svo fara félagskonur í haustferð, í leikhús og í ferðir erlendis svo að dæmi séu tekin.

Nýjar fréttir