5.6 C
Selfoss

Vetrartónar í Stokkseyrarkirkju

Vinsælast

Þriðju tónleikar Vetrartóna í Stokkseyrarkirkju fara fram næsta laugardag, 23. nóvember, og hefjast kl. 17. Hjónin Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari og tónskáld flytja vel þekkta íslenska og spænska vetrarsöngva í eigin útsetningum. Þau eru þekkt fyrir að skapa mikla nánd við áhorfendur, innlifun, frumlegt efnisval, heillandi framkomu, tilfinninganæma túlkun og áhugaverðar kynningar, sem færa hlustendur inn í heim hvers lags fyrir sig.

Í ár kom út með þeim geisladiskurinn Atli Heimir Sveinsson – sönglög með gítar en samtals hafa þau komið fram saman á alls níu plötum. Þá stofnuðu þau og stjórna hinni árlegu tónlistarhátíð Sönghátíð í Hafnarborg.

Aðgangur er ókeypis á alla tónleika Vetrartóna en tónleikagestum stendur til boða að leggja til frjáls framlög sem renna beint til tónlistarfólksins. Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Nýjar fréttir