5.6 C
Selfoss

Hamar sigraði Vestra örugglega

Vinsælast

Hamar tók á móti Vestra í Unbroken-deildinni í gær í leik sem frestað var um einn dag vegna veðurs. Leikur liðanna fór rólega af stað og jafnt var framan af en svo sigu Hamarsmenn fram úr er leið á hrinuna og sigruðu hana nokkuð örugglega 25-17. Næstu tvær hrinur voru keimlíkar þeirri fyrstu og sigraði Hamar þær einnig örugglega 25-18 og 25-20. Og þar með leikinn 3-0. Stigahæstur Hamarsmanna var Tomek Leik með 12 stig og Adria Capdevila var atkvæðamestur Vestramanna með 8 stig.

Nýjar fréttir