11.1 C
Selfoss

Batamerki sýnd í Listagjánni

Vinsælast

Sýningin Batamerki verður í Listagjánni á Selfossi 18. nóvember – 15. desember. Jóna Björk Jónsdóttir sýnir.

„Ég er menntaður grunnskólakennari með myndmennt sem valfag. Vegna alvarlegs þunglyndis þurfti ég að hætta vinna og var í allmörg ár svo áhugalaus um lífið að ég hvarf að mestu inn í sjálfa mig og hafði enga löngun til þess að gera nokkuð eða yfirhöfuð að vera á lífi. Þunglyndissjúklingum er kennt að til þess að koma til baka þurfi þeir að gera hluti sem voru þeim ánægjulegir fyrir veikindin. Ég hafði alltaf haft mikla ánægju af því að teikna og mála en samt hafði ég eiginlega ekki framtakssemi til þess að gera þetta á eigin spýtur. Ég var svo heppin að á þessum tíma var starfrækt Batasetrið á Selfossi. Einu sinni í viku var félagsmönnum boðið að koma og mála saman. Það þurfti bara að mæta, allt efni var á staðnum. Ég mætti þarna og smám saman fór ég að finna aftur fyrir gleðinni sem fylgir því að skapa eitthvað. Myndirnar mínar eru mér því dýrmætar á svo marga vegu. Ekki síst sem mikilvægur hlekkur í því að halda mér á góðum stað í glímunni við þunglyndið ásamt samveru við ástvini, hreyfingu, hollum mat, hugleiðslu og friðsælli tilveru.“

Sýningin er opin á sama tíma og Bókasafnið frá 9-18 alla virka daga og frá 10-14 laugardaga.

Öll eru hjartanlega velkomin.

Nýjar fréttir