5.6 C
Selfoss

Freyja Rós hlaut hvatningarverðlaun á degi gegn einelti

Vinsælast

8. nóvember er haldinn hátíðlegur ár hvert af því að sá dagur er tileinkaður baráttunni gegn einelti. Dagurinn hefur verið kallaður dagur gegn einelti. Markmið hans er að minna okkur á mikilvægi þess að sporna við og stöðva einelti þegar við verðum þess vör, en einnig að efna til umræðu, fræðslu og viðburða og hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu.

Á degi gegn einelti bauð Heimili og skóli til athafnar í Tækniskólanum í Sjómannahúsinu. Aðaltilefnið var afhending hvatningarverðlauna til þess einstaklings eða hóps sem þótti hafa borið af í baráttunni gegn einelti. Skólameistari Tækniskólans, Hildur Ingvarsdóttir, stýrði dagskrá, en ávörp fluttu Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, Sigrún Garcia Thorarensen, formaður fagráðs eineltismála og Ali Mukhtar Ahmed nemandi á íslenskubraut Tækniskólans. Fjölmargar tilnefningar bárust en það var Freyja Rós Haraldsdóttir, kennari við Menntaskólann á Laugarvatni sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Henni var þakkað vel fyrir hennar framlag til baráttunnar gegn einelti.

Nýjar fréttir