5.6 C
Selfoss

Árni lætur af störfum vegna heilsubrests

Vinsælast

Árni Þór Hilm­ars­son hef­ur látið af störf­um sem þjálf­ari karlaliðs Sel­foss í körfuknatt­leik af heilsu­fars­ástæðum.

Hann til­kynnti í op­inni færslu á Face­book-síðu sinni að hann sé að glíma við nýrna­sjúk­dóm, blöðru­nýru, sem hafi valdið um­tals­verðri nýrna­bil­un.

„Nýrnabilunin er orðin talsverð og hefur leitt til allnokkra vandamála hjá mér í leik og starfi. Líkaminn gaf sig andlega og líkamlega undir lok september en með góðri hvíld og stuðningi bæði fólksins næst mér og yfirmanna þá hefur heilsan komið aftur að mestu leyti, eða þ.e.a.s. fyrir utan nýrnabilunina.“

Hann segist vera byrjaður á nýjum lyfjum sem eigi að hægja á nýrna­bil­un­unni og finnur hann strax mun á heils­unni.

„Eft­ir því sem nýrna­lækn­ir­inn minn seg­ir eru nýrun hins veg­ar það mikið biluð að þau munu ekki duga mér það lengi að nýrna­skipti eru það eina í stöðunni inn­an ein­hverra ára. Eft­ir að hafa farið aft­ur af stað á yf­ir­snún­ing í vinnu að nýju finn ég að lík­am­inn ræður ekki við það álag og streitu sem fylg­ir körfu­boltaþjálf­un og hef því ákveðið að stíga út úr því starfi.“

Árni segir þetta langt frá því að vera auðveld ákvörðun og er hún tek­in með mikl­um trega, en heilsan verði að vera sett í fyrsta sæti.

„Sem bet­ur fer er gott fólk við stjórn­artaum­ana á Sel­fossi og ég veit að maður mun koma í manns stað,“ skrifaði Árni Þór á Facebook-síðu sinni.

„Fram að ára­mót­um mun ég áfram starfa áfram við körfu­bolta­aka­demí­una og einnig sem yfirþjálf­ari og um­sjón­ar­maður yngri flokka á Sel­fossi,“ bætti hann við.

Nýjar fréttir