5.6 C
Selfoss

Stöðugur straumur af ungu fólki á Listasafn Árnesinga

Vinsælast

Listasafn Árnesinga í Hveragerði hefur nú á haust- og vetrarmánuðum boðið elstu stigum grunnskóla í Árnessýslu á fjórar yfirstandandi sýningar, þar á meðal sýninguna Lífrænar Hringrásir.

Í sýningunni Lífrænar Hringrásir koma saman þrettán listamenn sem hafa mikla hrifningu á náttúrunni sem kemur fram í verkum sem tengja saman list og vísindi. Sýningin sýnir verk sem endurspegla skilning þeirra á náttúrunni sem byggir bæði á rannsóknum og þekkingu.

Sýningin skoðar breytingu í hugsun okkar í átt að endurnýjuðu bandalagi við náttúruna sem býður upp á tækifæri til að íhuga hvert samskipti okkar við umhverfið hafa leitt okkur. Alda Rose Cartwright verkefnastjóri fræðslu veitir skólunum leiðsögn um sýninguna og stundum eru það einnig listamenn sýningarinnar sem hitta hópana og kynna verk sín. Sýningin vekur nemendur til umhugsunar um umhverfið og áhrif mannsins á náttúruna og fá sömuleiðis innsýn í hugarheim listamannanna. Verkefni sem þetta er mikil gjöf til samfélagsins því að markmið safnsins er að teygja anga sína inn að öllum skólum í sýslunni og gera þeim kleift að heimsækja safnið sem oftast óháð búsetu. Verkefni sem þetta væri ekki mögulegt nema fyrir rausnarlegan styrk frá Barnamenningarsjóði, List fyrir alla og Landsvirkjun. Nú þegar hafa um rúm 100 börn heimsótt safnið og er von á 200 börnum í viðbót í nóvember.

Nýjar fréttir