5.6 C
Selfoss

Fyrsta rafræna ákæran gefin út

Vinsælast

Tímamót urðu hjá lögreglu í síðustu viku þegar fyrsta rafræna ákæran var gefin út vegna umferðarlagabrota og í framhaldi var fyrsta rafræna fyrirkallið birt á stafrænu Íslandi. Breytingar á lögum um meðferð sakamála í sumar gerðu lögreglu kleift að fara af stað með þetta stafræna verkefni.

Kemur þetta fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Hingað til hafa ákærur ásamt skjalaskrám verið fluttar á pappír milli einstaklinga og stofnana. Markmiðið með þessari vegferð er að hætta að flytja fólk og pappír og gera gögn frekar aðgengileg með rafrænum hætti þegar þeirra er þörf. Það leiðir til lægri málskostnaðar, styttri málsmeðferðartíma, minna kolefnisspors og aukins gagnsæis fyrir alla aðila máls.

Ákærur og birtingar vegna umferðarlagabrota birtast nú í pósthólfi einstaklinga á Ísland.is þar sem hægt er að staðfesta móttöku á gögnunum. Í þeim tilfellum sem það tekst ekki hefur lögregla nú samhliða tekið upp snjallforrit til þess að birta einstaklingum ákærur í persónu.

Nú er unnið að því að færa allar ákærur yfir á rafrænt form auk allra birtinga, ekki aðeins vegna umferðarlagabrota.

Nýjar fréttir