5.6 C
Selfoss

Keppnis-kjúklingur

Vinsælast

Matgæðingur vikunnar er Jóhannes Bjarmi Skarphéðinsson.

Ég vil byrja á að þakka Lóu frá Dalvík fyrir áskorunina (lesist með kaldhæðni).

Í eldhúsinu er ég best þekktur fyrir að þvælast fyrir og vera til vandræða. Ef konan er heima, sem hún er nú oftast, sem betur fer, þá á ég það nú til að elda fyrir hana. En ef hún fer að heiman og ég þarf að redda mér þá gríp ég nú ansi oft í gömlu góðu rækjusamlokuna enda er það máltíð sem tikkar í flest box þegar kemur að næringu.

Þar sem ég er að telja Macros en leyfi mér stundum hluti í rjómasósu þessa dagana ætla ég að bjóða upp á uppskrift að kjúklingarétti og ekki bara það heldur heitir hann Keppnis-kjúklingur.

4 kjúklingabringur

1 pakki beikon

1 askja sveppir

1 rauðlaukur (má sleppa)

1 dós tómatpúrra

1 paprika

2 msk tómatsósa

200 g Philadelphia-rjómaostur

2 1/2 dl matreiðslurjómi

Salt og pipar

Aðferð: 

Skerið kjúklingabringurnar í tvennt.

Hitið olíu á pönnu og brúnið bringurnar og kryddið með salti og pipar. Takið af pönnunni og setjið í ofnfast mót.

Skerið beikonið í bita og steikið á sömu pönnu. Setjið beikonið yfir kjúklinginn.

Steikið sveppi og lauk á pönnu upp úr beikonfitunni.

Hrærið tómatpúrru, paprikukryddi og tómatsósu og blandið út á pönnuna með grænmetinu.

Bætið rjómaosti og mjólk saman við og hrærið þar til rjómaosturinn hefur bráðnað og allt blandast vel saman. Smakkið til með salti og pipar og hellið yfir kjúklinginn.

Setjið inn 200°C heitan ofn í um 20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Muna að gera þetta með ást og gleði í hjarta.

 

Ég skora á næsta Dalvíking sem hefur flutt sig á Suðurlandið, Heiðar Helguson. Hann er mikill sælkeri og beittur í eldhúsinu og á hliðarlínunni.

Nýjar fréttir