5.6 C
Selfoss

Tónleikar og helgistund á aftökudegi Jóns Arasonar

Vinsælast

Þann 7. nóvember nk. kl. 20 verða tónleikar og helgistund á aftökudegi herra Jóns Arasonar í Skálholti. Í ár eru 500 ár liðin frá því að herra Jón Arason var vígður biskup en hann hlaut vígslu árið 1524.

Kristján Björnsson, biskup í Skálholti flytur hugvekju og les ljóðmæli eftir Jón Arason. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran syngur einsöng, Skálholtskórinn syngur falleg kórverk og verður meðal annars flutt Ave María eftir Sigurð Bragason fyrir kór og einsöng og Locus iste eftir Anton Bruckner. Organleikur og kórstjórn er í höndum Jóns Bjarnasonar dómorganista.

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir.

Eftir stundina verður tendrað ljós við minnisvarða Jóns og hægt verður að fá heitt súkkulaði á veitingastaðnum Hvönn eftir stundina. Áralöng hefð er fyrir viðburðum í Skálholtsdómkirkju í minningu um Jón Arason og syni hans Björn og Ara.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Bent er á að hægt verður að fá sér dýrindis súpu á Veitingastaðnum Hvönn í Skálholti fyrir viðburðinn.

Nýjar fréttir