5.6 C
Selfoss

Pólskir menningardagar í Listasafni Árnesinga

Vinsælast

Helgina 9.-10. nóvember ætlar Listasafn Árnesinga að halda pólska menningardaga. Er það til að halda upp á þjóðhátíðardag Póllands sem er 11. nóvember. Safnið hefur fengið til liðs við sig listakonuna og verkefnastjórann Martynu Hopsa sem býr og starfar í Hveragerði. Hún hefur sett saman lista yfir skapandi íslenska/pólska einstaklinga og fyrirtæki sem munu koma í Listasafn Árnesinga þessa helgi og vera með kynningar á starfsemi þeirra.

„Pólsk myndlist og menning er mjög áhugaverð og mikilvægt fyrir okkur að kynnast henni betur þar sem að við höfum nú búsetta á Íslandi yfir 20 þús. manns af pólskum uppruna, sumir koma í stuttan tíma en sumir hafa sest hér að og eru þau öll mjög mikilvæg í samfélaginu okkar,“ segir í tilkynningu frá safninu.

Listasafnið hefur mikið reynt að ná til pólskumælandi íbúa samfélagsins með að hafa auglýsingar oft á pólsku líka og með þessum viðburði vill það opna enn frekar á samstarf við pólsk/íslenska listamenn og pólska menningu.

Aðilar frá pólska sendiráðinu munu einnig koma að menningardögunum og bæjarstjórar Árborgar og Hveragerðisbæjar munu einnig vera á staðnum 9. nóv. kl. 13:00.

Eftirtaldir listamenn og skapandi fólk hefur staðfest komu sína:

Marzena Waleszczyk
Misha Martin
Plis Ceramic
Anka Holik
Viola Jak
Julia Bytomska
Reykjavik Letterpress
Milkowska Art
Lukas Bury
MOLO101 Rvk
Martyna Hopsa
Małgorzata Porażewska
Agnieszka Waszczeniuk
Anna Maria Tabaczyńska & Jacek Karwan
Maó Alheimsdóttir

Ungir Íslendingar af pólskum uppruna eru einnig með í dagskrágerð: Oliwia Weronika Banach, 17 ára, er ein af ungmennum í ungmennaráði safnsins. Þannig er náð til ungs fólks sem er annaðhvort nýflutt til Íslands eða hefur verið hér í lengri tíma.

Nýjar fréttir